spot_img
HomeBónus deildinBónus deild kvennaBesti leikmaður 3. umferðar – Lina Pikciuté

Besti leikmaður 3. umferðar – Lina Pikciuté

Besti leikmaður annarar umferðar Dominos deildar kvenna var leikmaður Fjölnis, Lina Pikciuté.

Í þriðja sigurleik Fjölnis í röð, sem kom gegn ríkjandi Íslandsmeisturum og deildarmeisturum síðasta tímabils í Val, var Pikciuté besti leikmaður vallarins. Á tæpum 33 mínútum spiluðum skilaði hún 29 stigum, 16 fráköstum, stoðsendingu, stolnum bolta og vörðu skoti.

Aðeins voru þrír leikir leiknir í dag í umferðinni, þar sem að leik Keflavíkur og Snæfells hafði verið frestað vegna sóttkvíar leikmanna.

Leikmenn umferða:

  1. umferð – Daniela Wallen Morillo
  2. umferð – Lina Pikciuté
  3. umferð – Lina Pikciuté

Mynd / Fjölnir FB

Fréttir
- Auglýsing -