Besti leikmaður annarar umferðar Dominos deildar kvenna var leikmaður Fjölnis, Lina Pikciuté.

Í nokkuð sterkum sigri Fjölnis á Breiðablik, 71-74, var Pikciuté besti leikmaður vallarins. Á 36 mínútum spiluðum í leiknum skilaði hún 13 stigum, 12 fráköstum, 5 stoðsendingum, stolnum bolta og vörðu skoti.

Aðeins voru tveir leikir leiknir í umferðinni þar sem að leik Keflavíkur gegn Skallagrím og leik KR gegn Val var frestað um ótilgreindan tíma.

Leikmenn umferða:

  1. umferð – Daniela Wallen Morillo
  2. umferð – Lina Pikciuté

Mynd / Fjölnir FB