spot_img
HomeFréttirBerglind og fjölmargar fleiri framlengdu

Berglind og fjölmargar fleiri framlengdu

Andri Þór Kristinsson þjálfari Breiðabliks í Domino´s deild kvenna framlengdi nýverið samningi sínum við félagið og mun því stýra þeim Kópavogsgrænu á næstu leiktíð. Þá framlengdi Berglind Karen Ingvarsdóttir einnig í Smáranum en hún var kjörin besti leikmaður Blika sem unnu 1. deild kvenna síðasta tímabil.
 
 
En það voru ekki aðeins Andri og Berglind sem framlengdu hjá nýliðum Breiðabliks því fjölmargir leikmenn hafa fest sig áfram í sessi í Kópavogi. Auk Berglindar og Andra framlengdu þær Ísabella Ósk Sigurðardóttir, Alexandra Sif Herleifsdóttir, Aníta Rún Árnadóttir, Guðlaug Rún Sigurjónsdóttir, Hlín Sveinsdóttir, Elín Kara Karlsdóttir, Ingunn Erla Kristjánsdóttir og Hafrún Erna Haraldsdóttir.
 
Myndir/ Á efstu myndinni eru Andri Þór og myndarlegur hópur leikmanna sem framlengdi nýverið við félagið. Guðni Hafsteinsson formaður KKD Breiðabliks og Berglind eru á þeirri næstu og á þeirri þriðju og síðustu eru þeir mættir þjálfarinn og formaðurinn, Andri og Guðni.
 
 
  
Fréttir
- Auglýsing -