Benedikt Guðmundsson hefur valið 14 manna hóp fyrir U-20 ára landslið Íslands sem æfa mun næstu vikurnar fyrir Evrópukeppnina sem fram fer síðar í sumar. Þessir 14 leikmenn sem valdir hafa verið við æfingarnar munu svo berjast um 12 laus sæti. www.kki.is greinir frá.
Hópurinn:
Leikstjórnendur:
Ægir Þór Steinarsson, Fjölnir
Arnar Pétursson, Breiðablik
Emil Barja, Haukar
Daði Berg Grétarsson, Ármann
Bakverðir:
Martin Hermannsson, KR
Tómas Heiðar Tómasson, Fjölnir
Arnþór Guðmundsson, Fjölnir
Haukur Óskarsson, Haukar
Ólafur Helgi Jónsson, Njarðvík
Oddur Ólafsson, High School
Framherjar:
Trausti Eiríksson, Fjölnir
Haukur Helgi Pálsson, Maryland
Miðherjar:
Sigurður Þórarinsson, Fjölnir
Ragnar Nathanelsson, Hamar
Þjálfari: Benedikt Guðmundsson
Aðstoðarþjálfari: Sverrir Þór Sverrisson
Hópurinn heldur utan til Bosníu 12. júlí og leikur fyrsta leik gegn heimamönnum fimmtudaginn 14. júlí. Íslenska liðið er í riðli með Bosníu, Belgum, Ísrael og Hvíta Rússlandi.
Mynd/ Haukur Helgi Pálsson leikmaður Maryland-skólans í Bandaríkjunum er í hópnum.