spot_img
HomeBónus deildinBónus deild kvennaBenedikt Guðmundsson yfirgefur KR

Benedikt Guðmundsson yfirgefur KR

Þjálfari meistaraflokks kvenna hjá KR, Benedikt Rúnar Guðmundsson, hefur yfirgefið félagið. Tók hann við kvennaliði félagsins fyrir þremur árum, þegar þær voru í fyrstu deildinni og kom þeim í fremstu röð á nýjan leik, þar sem þær voru í öðru sæti Dominos deildarinnar þegar leik var aflýst í deildinni nú í vor.

Benedikt er KR-ingur að upplagi, en hann hefur áður einnig þjálfað meistaraflokk karla hjá félaginu. Þá hefur hann einnig þjálfað Þór, Þór Akureyri, Grindavík og Fjölnir í efstu deild karla.

Fréttir
- Auglýsing -