spot_img
HomeFréttirBanadaríkin og Litháen í undanúrslit

Banadaríkin og Litháen í undanúrslit

 
Nú er ljóst hvaða lið skipa undanúrslitin á Heimsmeistaramótinu í Tyrklandi en í dag komust Bandaríkin og Litháen áfram. Bandaríkjamenn lögðu Rússa með 10 stiga mun og Litháar höfðu betur gegn Argentínumönnum. 
Bandaríkin 89-79 Rússland
Kevin Durant var stigahæstur í liði Bandaríkjanna með 33 stig en í liði Rússa var Sergei Bykov atkvæðamestur með 17 stig.
 
Litháen 104-85 Argentína
Litháar réðu lögum og lofum fyrstu þrjá leikhlutana en Argentínumenn bitu frá sér á lokasprettinum og unnu fjórða leikhluta 19-32 en það var of seint í rassinn gripið. Carlos Delfino var stigahæstur hjá Argentínumönnum með 25 stig en hjá Litháum var Simas Jasaitis með 19 stig.
 
Undanúrslitin verða því þannig:
 
Laugardagur 11. september
Serbía-Tyrkland
Bandaríkin-Litháen
 
Á morgun er leikið um 5.-8. sæti.
Spánn mætir Slóvenum og Rússar mæta Argentínumönnum.
 
Ljósmynd/ www.fiba.com – Bandaríkjamenn eru sterkir og hafa ekki stigið feilspor í Tyrklandi.
 
Fréttir
- Auglýsing -