spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaBaldur: Vorum þéttir varnarlega

Baldur: Vorum þéttir varnarlega

Tindastóll lagði Hauka í 18. umferð Dominos deildar karla fyrr í kvöld í Hafnarfirði.

Hérna er meira um leikinn

Baldur Ragnarsson, þjálfari Stólanna, var mjög sáttur með sína menn:

Þetta var geggjaður leikur og algerlega frábær sigur hjá ykkur. Þetta fer langt með að tryggja heimaleikjarétt eða hvað?

Það er náttúrlega nóg af leikjum eftir, við verðum bara að vera á jörðinni og mæta í næsta leik til að vinna hann. Núna erum við bara að fara að einbeita okkur að bikarleiknum gegn Stjörnunni og það verður bara stemmning!

Jújú, mikið rétt. En þú hlýtur að vera mjög ánægður með varnarleik þinna manna í þessum leik meira og minna allan leikinn?

Já! Við vorum þéttir varnarlega meiri partinn af leiknum. Þeir náðu áhlaupi þar sem þeir voru að sækja svolítið á okkur hérna í seinni hálfleik þar sem að Kári var mjög öflugur. Flenard er svo auðvitað sterkur inn í teignum en mér finnst við gera heilt yfir vel gegn honum, en hann er náttúrulega bara mjög góður en þurfti að hafa vel fyrir sínum stigum. En það er í þessu áhlaupi sem þeir ná hérna í seinni þar sem við hefðum viljað gera betur varnarlega.

Einmitt, Perkovic var kannski sterkastur á Flen, en hann er kannski kominn af allra léttasta skeiði og gat ekki tekið hann allan leikinn en gerði mjög vel á meðan var?

Jájá, Perkovic er hörku varnarmaður og góður að dekka boltann og af boltanum sem og að dekka boltaskrín. Hann er bara góður liðsvarnarmaður og að dekka einn á einn á póstinum. Hann gefur okkur gæði á þessu sviði sem eru ómetanleg.

En þú hlýtur að hafa verið farinn að hafa smá áhyggjur af sókninni þarna í seinni hluta þriðja, þetta var orðið svolítið stirt…en mér fannst þið bregðast við því í fjórða með því að virkilega keyra af krafti inn í vörnina og setja boltann út aftur til að reyna að koma einhverri hreyfingu á hlutina…það kannski gekk ekkert alltaf rosalega vel en það kannski reddaði sókninni samt…

Já við vorum kannski svolítið fastir fyrir utan þriggja stiga línuna, vorum svoldið mikið að senda á milli og standa bara…það vantaði að menn myndu sækja ákveðið í boltaskrínunum, brjóta vítalínuna og komast dýpra inn í teiginn. Mér fannst við gera betur í því í fjórða leikhluta. En Haukarnir gerðu vel og gerðu okkur erfitt fyrir, þeir unnu orkubaráttuna hérna á stórum parti, unnu 50/50 bolta, Breki með risaplay fyrir þá og bara hörkubarátta…

Jájá. En þú hlýtur að vera bara rífandi ánægður með þennan sigur?

Já, maður er hrikalega ánægður með alla sigra og þetta er bara einn af þeim sem maður er sáttur við, það er bara alveg á hreinu!

En eitt að lokum sem ég verð að koma að, ég hef verið að hrista hausinn yfir því að þið skylduð tapa á heimavelli á móti Val! Hvernig gat það eiginlega gerst??

Heyrðu! Þetta er komið í fortíðina! En það sem náttúrulega gerðist var að við vörðumst einfaldlega illa boltaskrínum og varnarleikurinn okkar var bara yfir höfuð lélegur. Ef varnarleikur okkar er slakur þá einfaldlega töpum við leikjum!

Sagði Baldur, sem var ekkert áfjáður í að rifja um slæmar minningar fortíðar enda núvitundarmaður í eðli sínu.

Fréttir
- Auglýsing -