spot_img
HomeFréttirAxel freistar þess að jafna um Svendborg: Kanínurnar leiða 1-0

Axel freistar þess að jafna um Svendborg: Kanínurnar leiða 1-0

 
Úrslitakeppnin í dönsku úrvalsdeildinni er hafin og þar eiga Íslendingar tvo fulltrúa. Guðni Heiðar Valentínusson og Bakken Bears leiða 1-0 gegn Aabyhoj í 8-liða úrslitum, Bakken unnu fyrsta leikinn stórt, 84-41! Axel Kárason og Værløse töpuðu í fyrsta leik gegn Svendborg Rabbits 78-65.
Axel var í byrjunarliði Værløse og skoraði 4 stig í leiknum á tæpum 30 mínútum. Þá var hann einnig með 4 fráköst og 1 stolinn bolta.
 
Bakken Bears áttu ekki í vandræðum með fyrrum liðsfélaga Magnúsar Þórs Gunnarssonar í Aabyhøj. Lokatölur voru 84-41 Bakken í vil en Guðni var ekki í leikmannahópi Bakken að þessu sinni.
 
Í kvöld fer Bakken svo á útivöll til Aabyhøj en Værløse fær Svendborg í heimsókn.
 
Fréttir
- Auglýsing -