spot_img
HomeNeðri deildir1. deild kvennaAuður Íris eftir sigur í fyrsta leik undanúrslita "Bjuggumst við spennandi leikjum...

Auður Íris eftir sigur í fyrsta leik undanúrslita “Bjuggumst við spennandi leikjum gegn KR”

Deildarmeistarar Stjörnunnar tóku forystuna í einvígi sínu gegn KR í dag í undanúrslitum fyrstu deildar kvenna, 102-96. Vinna þarf þrjá leiki til þess að komast í úrslitaeinvígið, en leikur tvö er á dagskrá komandi þriðjudag 28. mars.

Úrslit kvöldsins

Karfan heyrði í Auði Írisi Ólafsdóttur þjálfara Stjörnunnar og spurði hana út í þennan fyrsta leik gegn KR, sem var ótrúlega jafn þrátt fyrir að þar væru að mætast liðið úr fyrsta og liðið úr fjórða sæti.

Fyrsti leikurinn nokkuð spennandi, var ekkert farið að fara um ykkur þarna í lokin?

“Við bjuggumst við spennandi leikjum gegn KR. Þær eru með mjög öflugan hóp og margar ógnir innanborðs. Það sem þær hafa líka er reynsla sem okkur skortir í svona seríu, við erum með meðalaldurinn undir 20 ára og erum til dæmis með þrjár 15 ára í byrjunarliðinu í dag.”

“Við höfum trú á þessu verkefni hjá okkur og viljum hafa þetta svona leiki, það gerir þennan blessaða bolta skemmtilegan, er það ekki? En fór um mann eða ekki, ég myndi segja ekki þvi við höfum trú á okkar stelpum og það sem við vitum er að þær gefast aldrei upp.”

Náið samt að sigra, hvað er að skapa það fyrir ykkur?

“Hugarfarið og kúlturinn hjá þessum hóp er að það kemur aldrei vottur af uppgjöf. Stór og erfiður þristur frá Diljá í horninu gaf okkur meðbyr, settum stór viti og vorum samstiga í vörninni.”

Eitthvað sem kom ykkur á óvart í fyrsta leiknum?

“Nei ekkert sem kom okkur á óvart, vissum að þetta yrði hörkuleikur”

Við hverju mega aðdáendur búast við restinni af þessu einvígi?

“Akkúrat þessu sem við sáum í dag. Stemning og barátta. Mæli 100% með að fylgjast með. Tvö skemmtileg lið sem spila skemmtilegan og hraðan bolta. Allir á völlinn”

Fréttir
- Auglýsing -