Staðan er 2-2 í undanúrslitarimmu Atlanta Hawks og Chicago Bulls þar sem Hawks jöfnuðu rimmuna í nótt með 100-88 sigri gegn Bulls. Fimmti leikur liðanna er á heimavelli Bulls annað kvöld. Joe Johnson var stigahæstur í liði Hawks í nótt með 24 stig og 5 stoðsendingar.
Aðeins 17 stig komu af bekknum hjá Hawks í leiknum og 12 þeirra gerði Jamal Crawford. Josh Smith fór mikinn með Hawks og gerði 23 stig, tók 16 fráköst, gaf 8 stoðsendingar og varði 2 skot. Derrick Rose smellti niður 34 stigum fyrir Bulls að þessu sinni og gaf 10 stoðsendingar og Carlos Boozer bætti við 18 stigum.
Atlanta skellti í lás á lokasprettinum og skoruðu 16 stig gegn 4 frá Bulls á síðustu fjórum mínútum leiksins. Nú er tveimur heimaleikjum í röð hjá Atlanta lokið og á aðfararnótt miðvikudags mætast liðin á heimavelli Bulls.
Mynd/ Josh Smith var að daðra við þrennuna gegn Bulls í nótt.