Hattarmenn komu, sáu og sigruðu í Grindavík kvöld. Lokatölur 89-96 í bráðfjörugum leik.
Það var ljóst frá byrjun að nýliðar Hattar frá Egilsstöðum voru ákveðnir í að sækja sigurinn. Það var ákveðin þéttleika að finna í leik liðsins sem hélt sér út leikinn og skilaði að lokum góðum sigri á Grindvíkingum.
Liðin náðu aldrei almennilega að skilja andstæðing sinn eftir; mest náðu Grindvíkingar níu stiga forskoti en Hattarmenn tíu.
Lokakaflinn var spennandi en með baráttu, dugnaði og ástríðu innbyrtu þeir Hattarmenn sigurinn – sem var sanngjarn og verðskuldaður.
Michael Mallory og Bryan Anton Alberts voru atkvæðamestir í sókninni hjá Hetti og Dino Stipcic stýrði leik liðsins vel. Matej Karlovic lék vel en hann er að ná sér á strik eftir meiðsli – greinilega mjög góður leikmaður sem er ástríðufullur og gefur sig allan í leikinn. Annars var þetta liðsheildin sem skilaði þessum sigri í hús hjá Hetti, og haldi þeir áfram á þessari braut verða sigrarnir fleiri og fleiri.
Sóknarleikur Grindvíkinga hefur oft verið betri – þeir hittu á köflum mjög vel en það vantaði mun betra flæði og meira sjálfstraust í sóknirnar. Eftir því sem leið á leikinn varð þetta allt erfiðara fyrir þá, enda var varnarleikur liðsins afar slakur.
Lykilmenn eins og Kristinn Pálsson og Ólafur Ólafsson fundu taktinn engan veginn í þessum leik og munar um minna. Bakvarðarparið Dagur Kár Jónsson og Marshall Lance Nelson báru uppi sóknarleik Grindvíkinga og þeir Björgvin Hafþór Ríkharðsson og Kristófer Breki Gylfason börðust vel.
Viðtöl:
Sigurður Gunnar eftir sigur á sínum gömlu félögum “Getum unnið alla”
Daníel Guðni þjálfari Grindvíkinga eftir tapið gegn Hetti “Ekki boðlegur varnarleikur”
Umfjöllun, viðtöl / Svanur Snorrason
Mynd / Höttur FB



