Nýliðar Hattar lögðu Grindavík í kvöld í 12. umferð Dominos deildar karla, 89-96. Höttur er eftir leikinn í 9.-10. sæti deildarinnar með 8 stig á meðan að Grindavík er í 5.-6. sætinu með 12 stig.

Staðan í deildinni

Sigurður Gunnar Þorsteinsson, leikmann Hattar, hafði þetta að segja eftir leik í HS Orku Höllinni.

“Þetta var fín frammistaða hjá okkur, sterkur sigur á erfiðum útivelli. Við misstum aðeins dampinn í öðrum leikhluta, en þeir hittu mjög vel á köflum og voru duglegir að sækja sóknarfráköst. Þegar við náðum síðan að loka á það fóru hlutirnir að ganga upp hjá okkur.

Það er góður andi í hópnum og mikil og skemmtileg stemmning. Við viljum meina að við getum unnið öll liðin í þessari deild, og með svona frammistöðu eins og í kvöld þá eru okkur allir vegir færir; ég tel engu að síður að við eigum meira inni og það er okkar að sýna fram á það.”

Viðtal / Svanur Snorrason

Mynd / Höttur FB