Valskonur taka á móti Skallagrím í kvöld í 19. umferð Dominos deildar kvenna. Valur líkt og önnur félög hafa tekið upp á því að sýna leiki félagsins í þeim áhorfendatakmörkunum sem gilda. Lýsendur á leik kvöldsins í Origo Höllinni eru ekki af verri endanum, félags- og barnamálaráðherra Framsóknarflokksins Ásmundur Einar Daðason og þingmaður Samfylkingarinnar Helga Vala Helgadóttir, en fyrir þá sem ekki vita er Ásmundur gallharður stuðningsmaður Skallagríms og Helga Vala Valskvenna.
Hér fyrir neðan er hlekkur á leikinn sem hefst kl. 20.15, en frítt verður að horfa á leikinn.
Hérna verður leikur Vals og Skallagríms sýndur
Tilkynning:
Þeir sem ekki komast á leikinn í kvöld þurfa ekki að örvænta því hann verður sendur út beint á Valur TV. Lýsendurnir eru ekki af verri endanum en það eru þau Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, og Helga Vala Helgadóttir, alþingiskona, sem munu án efa koma með skemmtilega og jafnvel “aðra” sýn á körfuboltann eins og þeim einum er lagið. Fyrir þau sem vilja koma í Origo höllina í kvöld minnum við á miðasöluna á Stubb.
Áfram Valur!