Arnþór Freyr Guðmundsson verður í búning að nýju í röðum Tindastóls þegar Höttur kemur í Síkið í Domino´s-deild karla í kvöld.
Arnþór lék ekki með Tindastól í síðasta deildarleik gegn Njarðvíkingum vegna höfuðhöggs sem hann hlaut eftir samstuð á æfingu við liðsfélaga sinn Darrell Flake.
„Ég mátti ekki gera neitt í eina viku en hef verið að koma inn í þetta rólega núna í vikunni,“ sagði Arnþór við Karfan.is í dag.
Mynd/ Hjalti Árna – Arnþór með Stólunum gegn Haukum fyrr á tímabilinu.