spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaArnar Guðjónsson tekur við Tindastól

Arnar Guðjónsson tekur við Tindastól

Körfuknattleiksdeild Tindastóls stóð fyrir blaðamannafundi á Hótel Varmahlíð fyrir norðan í dag. Þar var nýr þjálfari liðsins kynntur en Arnar Guðjónsson tekur við liðinu.

Hann hefur undanfarið ár verið afreksstjóri KKÍ, en þar á undan þjálfari Stjörnunnar í nokkur ár, eða frá árinu 2018. Þar gerði hann Stjörnuna að bikarmeisturum í þrígang og tvívegis að deildarmeisturum. Arnar gerir tveggja ára samning við körfuknattleiksdeild Tindastóls.

Arnar mun einnig sjá um Körfuboltaakademíu Tindastóls og Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra og aðstoða við skipulag á þjálfun yngri flokka.

Arnar segist mjög glaður að vera mættur í Skagafjörðinn. „Mig hefur lengi langað að fá tækifæri til að starfa hér og er þakklátur fyrir traustið. Við viljum setja lið á völlinn sem speglar það frábæra samfélag sem er hér, lið sem verður þekkt fyrir dugnað og gleði. Því ef ég þekki Skagfirðinga á eitthverju, þá er það að þeir eru hver öðrum duglegri til vinnu og þeim finnst gaman að hafa gaman. Ég vill að liðið okkar Tindastóll endurspegli það.”

Dagur formaður er spenntur fyrir samstarfinu við Arnar. “Við erum spennt að fá Arnar norður í Skagafjörðinn. Tindastóll hefur mikinn metnað til að vera í allra fremstu röð bæði hvað varðar uppbyggingu meistaraflokkana okkar og alla umgjörð. Við hlökkum til að vinna með Arnari að komandi verkefnum”

.

Fréttir
- Auglýsing -