spot_img
HomeFréttirArnar Freyr framlengir í Keflavík

Arnar Freyr framlengir í Keflavík

Arnar Freyr Jónsson hefur framlengt samningi sínum í Keflavík og verður því áfram í Keflavíkurbúning en á heimasíðu Keflavíkur segir að nokkur lið hafi sýnt Arnari áhuga.
 
 
Arnar lék 24 leiki með Keflavík á síðasta tímabili þar sem hann var með 6,6 stig, 2,9 fráköst og 5,8 stoðsendingar að meðaltali í leik.
 
Keflvíkingar hafa orðið fyrir umtalsverðum búsifjum síðustu misseri en Darrell Lewis samdi við Tindastól, Gunnar Ólafsson er á leið til Bandaríkjanna í nám og Magnús Þór Gunnarsson er genginn í raðir Grindvíkinga. Framlenging Arnars Freys er þó viðbót í þá sem sett hafa blek á blað við Sunnubrautina því miðherjinn Almar Guðbrandsson er kominn aftur eftir að hafa gengið til liðs við ÍG á miðju síðasta tímabili og þá hafa Lagarfljótsmennirnir Andrés Kristleifsson og Eysteinn Bjarni Ævarsson samið við Keflvíkinga.
  
Fréttir
- Auglýsing -