Arnar Freyr Jónsson bakvörður Keflvíkinga kemur ekki til með að leika með Keflvíkingum í kvöld gegn KR vegna lungnabólgu. Arnar Freyr hefur verið byrjunarliðsmaður hjá Keflavík undanfarin ár en lítið komið við sögu í fyrstu tveimur leikjum liðsins á þessu tímabili og ekki náð að skora stig sem er óvenjulegt hjá þessum spræka bakverði. Gera má ráð fyrir að meiri ábyrgð falli þá á herðar Val Orra Valssonar sem hefur verið að setja 9 stig á leik nú í fyrstu leikjum vetrarins.