Arnaldur var frábær gegn sínum gömlu félögum í kvöld “Ánægður með strákana, vorum í stuði allan tímann”

KR lagði Þrótt Vogum í spennuleik á Meistaravöllum í fyrstu deild karla í kvöld, 99-98. KR er því enn í efsta sæti deildarinnar með fimm sigra í jafnmörgum leikjum á meðan að Þróttur er með þrjá sigra og tvö töp eftir jafn marga leiki.

Hérna er meira um leikinn

Karfan spjallaði við Arnald Grímsson leikmann Þróttar eftir leik á Meistaravöllum. Arnaldur gekk á dögunum til liðs við Þrótt frá KR og þrátt fyrir tapið sýndi hann sínum gömlu félögum heldur betur hvers megnugur hann er með því að setja 29 stig og taka 8 fráköst.