spot_img
HomeNeðri deildir1. deild kvennaÁrmenningar semja við átta leikmenn

Ármenningar semja við átta leikmenn

Ármann skrifaði á dögunum undir samninga við leikmenn sína fyrir næsta tímabil. Í síðustu viku samdi liðið við fjóra lykilleikmenn og því ljóst að liðið ætlar sér stóra hluti á næstu leiktíð.

Á dögunum skrifuðu átta leikmenn undir við lið Ármanns. Þær Margrét Hlín Harðardóttir, Vilborg Óttarsdóttir, Elísabet M. Maybock Helgadótttir, Tanya Carter Kristmundsdóttir, Ingunn Erla Bjarnadóttir, Sólveig Jónsdóttir, Auður Hreinsdóttir og Camilla Silfá Jensdóttir skrifuðu undir árs samning við liðið.

Í tilkynningu Ármanns segir: Það eru mikil gleðitíðindi að halda áfram í sama kjarna leikmanna fyrir næstu leiktíð og getum við hreinlega ekki beðið eftir að hefja leik á nýjan leik

Fréttir
- Auglýsing -