spot_img
HomeNeðri deildir1. deild kvennaÁrmann tryggði sig í úrslitaeinvígið með 11 stiga sigur á Hamar/Þór í...

Ármann tryggði sig í úrslitaeinvígið með 11 stiga sigur á Hamar/Þór í Þorlákshöfn

Fjórði leikur undanúrslitaeinvígis Hamars/Þórs og Ármanns í fyrstu deild kvenna var á dagskrá í kvöld.

Í honum sigraði Ármann með 11 stigum, 71-82 og eru þær því komnar í úrslitaeinvígi deildarinnar, þar sem þær mæta KR eða ÍR.

Fyrir leik: Ármann komst 2-1 yfir i seríunni eftir 31 stigs sigur í síðasta leik.
Hamar/Þór misstu eins og frægt er orðið sinn besta leikmann eftir fyrsta leikinn og hafa því ungir leikmenn liðsins fengið stærra hlutverk. En á skýrdlu voru bara átta leikmenn.

Gangur leiks
Mikil stemning var í húsinu trommur og læti og bæði lið mættu grimmar til leiks.
Hamar/Þór voru 3 stigum yfir eftir fyrri hálfleik staðan 43-40. En þær voru með ríflega 60% þriggjastiga nýtingu þegar gengið var til hálfleiks.

Seinni hálfleikur var jafnari en tölurnar gáfu til kynna en Ármann númeri stærri allan tíman og enduðu á að sigra 71-82 og þar með seríuna 3-1.


Fremst í flokki var Sandja með 40 stig og 49 framlagsstig hjá Ármanni og Jónína með 17 stig.
Hjá Hamar/Þór dreifðist stigaskorið meira og var Helga María með 18 stig Hildur 16 stig og Julia D með 27 í framlag 13 fráköst og 15 stig.


En athygli vakti leikur Gígju Rut hjá Hamar/þór en hún var með 6 varin skot sem er með því meira sem sést þess að sýna mikla varnartilburði og annað sem kemur ekki fram á tölfræðiskýrslu.

Hvað svo Ármann er komið í úrslitaseríu á móti KR eða ÍR en Hamar/þór komnar í sumarfrí.


Ármann er með mjög gott lið og eiga heima í úrvalsdeild. Hamar/þór geta gengið stoltar frá borði með frábæran efnivið og flotta umgjörð, og komust mun lengra en margir bjuggust við þar á meðal þær sjálfar. En þær sýndu þegar þær voru með sjálfstraustið uppi að þetta lið verður einhvað til að fylgjast með í framtíðinni.

Tölfræði leiksins

Leikur dagsins

Fyrsta deild kvenna

Hamar/Þór 71 – 82 Ármann

Ármann vann einvígið 3-1

Hamar-Þór: Helga María Janusdóttir 18/5 fráköst, Hildur Björk Gunnsteinsdóttir 16/5 fráköst, Julia Demirer 15/13 fráköst/5 stolnir, Ingibjörg Bára Pálsdóttir 8, Gígja Rut Gautadóttir 8/5 fráköst/6 varin skot, Hrafnhildur Magnúsdóttir 6/4 fráköst/5 stoðsendingar, Margrét Lilja Thorsteinson 0, Elín Þórdís Pálsdóttir 0.
Ármann: Schekinah Sandja Bimpa 40/21 fráköst/5 stoðsendingar, Jónína Þórdís Karlsdóttir 17/6 fráköst/5 stoðsendingar, Kristín Alda Jörgensdóttir 8/7 fráköst, Arndís Úlla B. Árdal 8/5 stoðsendingar, Telma Lind Bjarkadóttir 7/4 fráköst, Viktoría Líf Önnudóttir Schmidt 2, Margrét Hlín Harðardóttir 0, Elísabet M. Mayböck Helgadóttir 0, Auður Hreinsdóttir 0, Camilla Silfá Jensdóttir 0, Ísabella Lena Borgarsdóttir 0, Hildur Ýr Káradóttir Schram 0.

Viðtöl, umfjöllun / Magnús Elfar

Fréttir
- Auglýsing -