spot_img
HomeFréttirÁnægður með að við skyldum halda haus

Ánægður með að við skyldum halda haus

Snæfell jafnaði í kvöld metin gegn KR í undanúrslitum Domino´s deildar kvenna. Staðan er 1-1 eftir 59-61 sigur Hólmara en bandaríska krafthúsakonan Kieraah Marlow gerði sigurstig leiksins þegar 10 sekúndur voru eftir. Þriðji leikur liðanna fer fram í Stykkishólmi þann 10. apríl næstkomandi en vinna þarf þrjá leiki í rimmunni til að komast í úrslit.
 
KR byrjaði mun betur í leiknum og leiddi 23-18 eftir fyrsta leikhluti en bæði lið áttu í miklum vandræðum með að skora og endaði annar leikhlutinn 11-10 fyrir Snæfelli. KR leiddi því 34-30 í hálfleik.
 
Það færðist fjör í leikinn í þriðja leikhluta en Snæfell spýttu í en KR-ingar náðu að koma liðinu aftur í gang undir lok fjórðungsins og var staðan 48-43 þegar seinasti leikhlutinn var flautaður á. Snæfell minnkaði muninn í 50-47 þegar um 7 mínútur voru eftir sem hleypti spennu í leikinn. KR tók næstu stig og komst í 55-47. KR missti leikinn niður þegar um 3 mínútur voru eftir og var staðan 55-54 fyrir KR. Naumur munur. KR náði aftur að skora og fá víti að auki og komst í 59-54. Snæfell jafnaði metin í 59-59 þegar 29 sekúndur voru eftir af leiknum og allt ætlaði um koll að keyra. KR klikkaði svo í næstu sókn og Snæfell fékk boltann þegar tæpar 17 sekúndur voru eftir.
 
Snæfell keyrði að körfunni að hver önnur en Kieraah Marlow setti niður seinasta skotið og fékk víti að auki. Hún klikkaði reyndar á vítinu en þær 8 sekúndur sem voru eftir dugðu KR ekki til að jafna leikinn og Snæfell vann 61-59 sigur í Vesturbænum og liðin eru því jöfn 1-1 í einvíginu.
 
 
Sagt eftir leik í DHL Höllinni
 
 
  
Fréttir
- Auglýsing -