spot_img
HomeFréttirAlmar Orri valinn í úrvalslið Evrópumótsins í Rúmeníu

Almar Orri valinn í úrvalslið Evrópumótsins í Rúmeníu

Undir 18 ára drengjalið Ísland varð í fjórða sæti Evrópumótsins í Rúmeníu eftir að hafa tapað fyrir Finnlandi í leik um þriðja sætið í gær. Í úrslitaleik mótsins hafði Svíþjóð betur gegn Danmörku með 13 stigum, 79-66. Að þeim leik loknum var verðlaunaafhending þar sem að Svíþjóð fékk gull, Danmörk silfur og Finnland bronsverðlaun. Íslenska liðið fór þó ekki alveg málmlaust frá deginum, þar sem að Almar Orri Atlason var valinn í fimm leikmanna úrvalslið mótsins.

Verðmætasti leikmaður mótsins var leikmaður Svíþjóð Elliot Cadeau, en ásamt honum og Almari voru í úrvalsliðinu Marqus Marion og Tobias Jensen frá Danmörku og Tunde Fasasi frá Svíþjóð. Líkt og komið hefur verið að áður átti Almar virkilega gott mót fyrir Ísland, skilaði 18 stigum, 11 fráköstum og 2 stoðsendingum að meðaltali í leik.

https://www.karfan.is/2022/08/sjadu-frabaera-takta-almars-a-evropumotinu-i-bulgariu-maerdur-af-helsta-greinanda-espn-ein-besta-frammistada-sumarsins/
Fréttir
- Auglýsing -