spot_img
HomeFréttirAllir geta unnið alla í deildinni í ár

Allir geta unnið alla í deildinni í ár

13:45 

{mosimage}

Óðinn Ásgeirsson átti frábæran leik með Þór gegn ÍR í fyrstu umferðinni. Þórsarinn Óðinn Ásgeirsson er besti leikmaður fyrstu umferðar Iceland Express deildar karla í körfubolta. Óðinn var með 25 stig, 9 fráköst, 5 stoðsendingar og 3 stolna bolta og nýtti 62,5% skota sinna í 97-95 sigri nýliða Þórs gegn bikarmeisturum ÍR. Frá þessu er greint í Fréttablaðinu í dag, www.visir.is  

„Þetta er frábær byrjun á tímabilinu hjá okkur og það er alltaf gott að vinna, en eins og leikurinn spilaðist þá hefðum við átt að klára hann með meiri mun," sagði Óðinn Ásgeirsson sem kominn á fullt skrið eftir erfið meiðsli.  

„Ég sleit hásin fyrir tveimur árum og það eru auðvitað skelfilega leiðinlega meiðsl og það er eitt að láta hásinina gróa aftur og svo ofan á það missir maður mikinn vöðvamassa í kálfanum. Ég gerði kannski þau mistök að byrja að spila körfubolta of snemma og hefði þurft að lyfta og styrkja mig betur, en ég gerði meira af því í sumar og er orðinn fínn í löppinni núna," sagði Óðinn og kvaðst bjartsýnn á gengi Þórs í ár.  

„Ég tel að við eigum töluvert inni ennþá og ég held að deildin sé það sterk og jöfn í ár að allir eiga möguleik á móti öllum. Okkar markmið er á þessu stigi að halda okkur í deildinni, en svo getur verið að þegar líða fer á tímabilið að við setjum okkur nýtt markmið. Það verður alla vega ekkert auðvelt fyrir lið að koma norður og spila við okkur," sagði Óðinn.

 

Fréttablaðið – www.visir.is

Fréttir
- Auglýsing -