spot_img
HomeFréttirAldursforsetarnir mættir til Danmerkur

Aldursforsetarnir mættir til Danmerkur

 
Arnar Freyr Jónsson og Magnús Þór Gunnarsson eru mættir til Danmerkur þar sem þeir munu leika með Aabyhoj í dönsku úrvalsdeildinni á komandi leiktíð. Kapparnir segja frá því á sameiginlegri bloggsíðu sinni að þeir séu aldursforsetarnir í liðinu.
,, Ég sagðist vilja númer 10 og fékk það og Addi fékk 5 þannig fyrsti dagurinn byrjar vel,“ segir á bloggsíðu þeirra félaga.
 
Fróðlegt verður að fylgjast með Aabyhoj á komandi leiktíð en þangað til hún hefst verður hægt að fylgjast með strákunum hér.
 
Ljósmynd/ Arnar Freyr mun leika númer 5 hjá Aabyhoj.
 
Fréttir
- Auglýsing -