spot_img
HomeFréttirAinge sér eftir að hafa ekki reynt að halda Allen

Ainge sér eftir að hafa ekki reynt að halda Allen

Danny Ainge, framkvæmdastjóri Boston Celtics, segist sjá eftir því að hafa ekki lagt meira á sig til að halda Tony Allen hjá Boston. Allen sem var mikilvægur hlekkur í liði Boston þegar þeir urðu meistarar árið 2008 hefur átt frábært tímabil hjá Memphis í vetur en hann kom til þeirra síðasta sumar eftir að samningur hans við Boston rann út.
Boston valdi Allen á sínum tíma en hann var traustur varamaður hjá grænu risunum. Ainge sagði liðið hafa reynt að halda honum en þegar Memphis kom og tjáði sinn mikla áhuga var erfitt fyrir Boston að halda honum.
 
,,Við reyndum að halda Tony. Við reyndum að halda okkur við tveggja ára áætlunina okkar. Ég er viss um að Tony hefði hjálpað okkur,“ sagði Ainge og bætti við. ,,Við buðum Tony tveggja ára samning en þegar Memphos mætti og sýndi honum mikinn áhuga varð hann spenntur fyrir auknum spilatíma. Svo vildi hann líka breyta til.“

Mynd: Tony Allen í leiknum í gær gegn Oklahoma. Hann byrjaði inná og skoraði 7 stig.

Fréttir
- Auglýsing -