spot_img
HomeÚti í heimiEvrópaÁgúst Goði til Villingen

Ágúst Goði til Villingen

Hafnfirðingurinn Ágúst Goði Kjartansson hefur samið við Black Forest Panthers fyrir komandi tímabil í Þýskalandi.

Ágúst Goði hefur síðastliðin ár leikið fyrir yngri lið Paderborn og var á síðustu leiktíð farinn að leika með meistaraflokk félagsins í Pro A deildinni í Þýskalandi. Panthers leika deild neðar í Pro B deildinni og eru staðsettir í tæplega 100 þúsund manna borg Villingen-Schwenningen í norður Þýskalandi. Liðið hefur á síðustu árum átt nokkur góð tímabil í næst og þriðju efstu deild Þýskalands, en árið 2021 voru þeir úrslitakeppnislið í deildinni fyrir ofan.

Ágúst hefur ásamt því að leika fyrir Paderborn í Þýskalandi leikið upp öll yngri landslið Íslands á síðustu árum. Nú síðast í sumar var hann hluti af undir 20 ára liði Íslands sem tryggði áframhaldandi sæti í A deild Evrópumótsins í Heraklíon á Krít.

Fréttir
- Auglýsing -