11:07
{mosimage}
(Í eina tíð var þessi hópur illur viðureignar)
Það mátti sjá margar gamlar kempur í leik Fjölnis gegn UMFG-b í 8-liða úrslitum bikarsins í kvennaflokki en leikurinn fór fram í Grafarvogi. Í liði Grindavíkur voru margir leikmenn úr Íslandsmeistaraliði UMFG frá 1997, meðal annars María Jóhannesdóttir, Sandra Guðlaugsdóttir og Sólný Pálsdóttir. Einnig var hin margreynda Stefanía Jónsdóttir mætt til leiks. Þjálfari Grindvíkinga var sá sami og á Íslandsmótinu 1997, Ellert Magnússon, og var ljóst að b-lið Grindavíkur ætlaði að leggja allt undir.
Leikurinn var jafn í upphafi og gekk báðum liðum frekar illa að skora. Þegar 5 mínútur voru liðnar af leiknum var staðan 7-6 fyrir UMFG-b og ákvað þá þjálfari Fjölnis að setja erlendan leikmann Fjölnismanna inn á völlinn en hún hafði byrjað á bekknum. Bowman byrjaði á því að skora góða körfu og fá villu að auki og staðan þá orðin 9-7 fyrir Fjölni. Fjölnir skoraði næstu 10 stig eftir að Bowman kom inn á og skoraði hún sjálf 7 af þessum 10 stigum. Eftir að Bowman kom inn á völlinn þá jókst munurinn jafnt og þétt var staðan eftir fyrsta leikhluta 22-14.
Fjölnir pressaði stíft á bakverði Grindavíkur í öðrum leikhluta og stal Bowman meðal annars þrem boltum á fyrstu 3 mínútum annars leikhluta (5 stolnir í leikhlutanum öllum og 8 í leiknum) og fengu Fjölnisstelpur auðvelt hraðaupphlaup. Skoruðu Fjölnisstelpur fyrstu 12 stig leikhlutans og staðan orðin 34-14 og á brattann að sækja hjá Grindavíkurstelpum. Leikhlutinn var algjör einstefna og endaði leikhlutinn 31-17 og staðan í leiknum var orðin 53-31.
Fjölnisstelpur héldu áfram að auka muninn í þriðja leikhluta á meðan Grindavíkurstelpur áttu erfitt með að skora. Það helsta sem gladdi augað í leikhlutanum var þegar Sandra Guðlaugsdóttir skoraði glæsilega þriggja stiga körfu vel fyrir utan þriggja stiga línuna og er sjaldgæft að sjá svona körfur í kvennadeildinni. Leikhlutinn endaði 23-7 fyrir Fjölni og staðan í leiknum var 76-38.
Snemma í fjórða leikhluta fór Bowman út af og fengu yngri og efnilegar stelpur hjá Fjölni að spreyta sig meira. Hægðist þá aðeins á leiknum og svo fór að Grindavík vann þennan leikhluta 10-11.
Fjölnisstelpur eru því komnar áfram í átta liða úrslit í bikarnum eftir verðskuldaðan sigur á UMFG-b. Bowman var yfirburðamaður í liði Fjölnis í dag og ljóst að leikurinn hefði verið mun jafnari ef hún hefði ekki spilað. Hún skoraði 30 stig, var með 6 stoðsendingar og 8 fráköst. Birna Eiríksdóttir kom henni næst með 15 stig og 5 stoðsendingar. Bergdís Ragnarsdóttir var síðan með 12 stig og 7 fráköst og Efemía Sigurbjörnsdóttir með 12 stig.
Hjá UMFG-b var Stefanía Jónsdóttir með 14 stig, 9 fráköst og 4 stoðsendingar og Sandra Guðlaugsdóttir með 12 stig.
Texti og myndir: Bryndís Gunnlaugsdóttir
{mosimage}
{mosimage}