spot_img
HomeFréttirAfreksmannasamningur milli Skallagríms og Háskólans á Bifröst

Afreksmannasamningur milli Skallagríms og Háskólans á Bifröst

 
 
Í kvöld í hléi í leik kvennaliðs Skallagríms og Vals í 1. deild í körfu, verður skrifað undir afreksmannasamning milli Skallagríms og Háskólans á Bifröst. Í samningnum felst m.a. að leikmenn meistaraflokka Skallagríms í körfu, sem jafnframt stunda nám í Háskólanum á Bifröst, fá niðurfelld skólagöld meðan þeir eru samningsbundnir Skallagrími. www.skessuhorn.is greinir frá.
,,Hér er um tímamótasamning í íþróttastarfi á Vesturlandi að ræða og jafnvel á landinu öllu,” segir Helga Halldórsdóttir hjá kkd. Skallagríms í samtali við Skessuhorn. ,,Ég man ekki eftir að hafa séð hliðstæðan samning milli íþróttafélaga hér á landi og háskóla, en þetta afreksmannafyrirkomulag er auðvitað þekkt víða erlendis og sérstaklega í bandaríska háskólaboltanum,” segir Helga.
 
Leikur Skallgríms og Vals hefst í Íþróttahúsinu í Borgarnesi klukkan 19:15 í kvöld.
 
Fréttir
- Auglýsing -