spot_img
HomeFréttirAfmælisbarnið setti 30 stig í lokaleik liðsins

Afmælisbarnið setti 30 stig í lokaleik liðsins

 

Undir 16 ára lið Íslands lauk í dag leik á Evrópumóti þessa árs með sigri á Búlgaríu, 71-64. Leikurinn úrslitaleikur um sæti 13-14, en með sigrinum tryggði liðið sér þá 13. sætið.

 

Íslenska liðið byrjaði mun betur í dag. Voru 21-7 yfir eftir fyrsta leikhluta. Þegar í hálfleik var komið hafði Búlgaría þó aðeins tekið við sér, en Ísland leiddi þó enn með 12 stigum, 38-26.

 

Þessum mun hélt Ísland svo í upphafi seinni hálfleiksins, voru 14 stigum yfir fyrir lokaleikhlutann, 55-41. Í honum gerðu þeir svo það sem þurfti til þess að sigla góðum 7 stiga sigri í höfn, 71-64.

 

Atkvæðamestu í íslenska liðinu var afmælisbarnið Veigar Áki Hlynsson með 30 stig, 12 fráköst og 4 stoðsendingar.

 

Hérna er tölfræði leiksins

 

 

 

Hérna er leikur dagsins:

Fréttir
- Auglýsing -