Fannar Ólafsson er afmælisbarn dagsins en þessi fyrrum miðherji Keflvíkinga og KR er 36 ára í dag. Það var sjaldnast lognmolla í kringum Fannar og átti hann það til að leyfa andstæðingi sínum að finna vel fyrir sér í leikjum. Karfan.is sendir Fannar árnaðar kveðjur og birtir hér að neðan myndband eftir þá Leikbrots menn þar sem Fannar og Renato Lindmets fyrrum leikmaður Stjörnunar taka smá “dans”. Þrátt fyrir fyrirsögnina, þá reyndar náðist ekki í Lindmets til að staðfesta þá afmæliskveðju.