Lokaleikur úrslita Bónus deildar karla fór fram í kvöld.
Um var að ræða oddaleik Tindastóls og Stjörnunnar í Síkinu, en fyrir leik kvöldsins var staðan 2-2, þar sem heimaliðin höfðu unnið sína leiki. Með sigrinum í kvöld náði Stjarnan að tryggja sér sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil.
Eftir leik var fyrirliði Stjörnunnar Ægir Þór Steinarsson valinn verðmætasti leikmaður úrslita, en hann skilaði 23 stigum, 6 fráköstum og 8 stoðsendingum að meðaltali í leikjunum fimm.
Karfan spjallaði við Ægi eftir leik í Síkinu.