Lið Fjölnis í Grafarvogi missir tvo ef betri leikmönnum liðsins fyrir næsta tímabil en þeir Ægir Þór Steinarsson og Tómas Tómasson hafa ákveðið að spila með Newburry skólanum í 2. deild bandaríska háskólaboltans á næstu leiktíð. Frá þessu er greint á Vísir.is.
Ægir og Tómas eru báðir fæddir 91 en þrátt fyrir ungan aldur hafa þeir verið lykilmenn í liði Fjölnis undanfarið.
Samkvæmt frétt Vísis voru stórir 1. deildarskólar að eltast við Ægi og eru Davidson og Gonzaga nefndir.
Ægir sem var valinn efnilegasti leikmaður Iceland Express-deildar karla á nýafstöðnu tímabili er leikstjórnandi á meðan Tómas er skotbakvörður.
Mynd: Ægir Þór Steinarsson var valinn efnilegasti leikmaður IE-deildar karla undanfarin tvö ár.