spot_img
HomeFréttirÆgir og Tómas í byrjunarliðinu þegar Newberry vann Mars Hill

Ægir og Tómas í byrjunarliðinu þegar Newberry vann Mars Hill

Félagarnir Ægir Þór Steinarsson og Tómas Heiðar Tómasson voru í byrjunarliðinu hjá Newberry í nótt þegar liðið lagði Mars Hill 122-102 í bandaríska háskólaboltanum. Leikurinn var í South Atlantic riðlinum í 2. deild NCAA háskólaboltans og hefur Newberry unnið tvo leiki í riðlinum og tapað einum, á toppnum eru lið LMU og Anderson sem unnið hafa alla þrjá leiki sína til þessa.
Newberry var heit höndin í leiknum og liðið setti niður 15 þrista í 30 tilraunum. Ægir og Tómas áttu saman þrjá af þessum þristum en Ægir gerði 9 stig, tók 5 fráköst, gaf 7 stoðsendingar og stal 3 boltum á 30 mínútum en Tómas lék í 18 mínútur og skoraði 3 stig, gaf 3 stoðsendingar og tók 2 fráköst.
 
Næsti leikur Newberry er laugardaginn 7. janúar þegar liðið mætir Lincoln Memorial á útivelli.
 
Mynd/ Ægir Þór átti góðan leik með Newberry í nótt.
 
 
   
Fréttir
- Auglýsing -