Karfan.is barst aðsend grein í gærkvöldi eftir Jón Ágúst Eyjólfsson. Hana má finna hér að neðan:
Rétt í þessu var að klárast stórskemmtilegur körfuboltaleikur í Röstinni þar sem Körfuknattleiksdeild Grindavíkur Grindavík og Stjarnan áttust við í undanúrslitum bikarsins í drengjaflokki. Leikurinn endaði 105 – 106 Stjörnunni í vil eftir tvíframlengdan leik. Það er því alveg skelfileg staðreynd að það sem maður tekur helst úr þessum leik eru gríðarlega stór…og þá meina ég STÓR atriði dómara leiksins. Þegar að reynslu mikill dómari hefur ekki stjórn á drengjaflokks leik þá þarf KKÍ að fara skoða sín dómaramál! Dómararnir sem um ræðir heita Jón Bender sem dæmir í úrvalsdeild karla og gott ef hann er ekki formaður KKDÍ (endilega leiðréttið ef ég fer með fleipur) og Þorsteinn Jóhann Þorsteinsson, kann ég ekki frekari deili af þeim manni. Ég skil vel ef að upp koma eitt og eitt vafa atriði sem dómarinn á erfitt með að skera úr um en þegar það á við í lok venjulegs leiktíma, fyrstu framlengingar og annarar framlengingar þá fer ég að setja spurningamerki við dómgæsluna! En þess má geta að úrslitastig leiksins komu af vítalínunni þegar leikmaður Grindvíkur grípur greinilega um boltann og tekur hann af sóknarmanni Stjörnunnar, stúkan fagnar en þá flautar téður Jón Bender villu, tvö skot…annað fer niður og þannig lyktaði leiknum. Í gríð og erg sér maður leikmenn og þjálfara gagnrýnda í fjölmiðlum landsins en aldrei sér maður snefil um frammistöðu dómarans hvort sem hún er góð eða arfaslök eins og í kvöld. Og ekki má gleyma því að ef leikmenn svo mikið sem segja HA! í hita leiksins þá eiga þeir á hættu að fá á sig dæmda tæknivillu. Hvar er aðhald dómaranna? Hver sér um að aðvara þá ef þeir eru ekki að standa sína plikt.
Körfubolti er frábær íþrótt sem gaman er að fylgjast með ef farið er rétt að. Í kvöld spiluðu leikmenn frábærlega, þjálfararnir gerðu sitt en dómararnir ekki!
Ég veit vel að úrslitum leiksins verður ekki breytt. Það eina sem ég fer framá er sanngirni og dómarar átti sig á því að þeir séu ekki yfir gagnrýni hafnir og þeir verða að laga það sem miður fer rétt eins og allir aðrir sem koma að þessari fallegu íþrótt sem samkvæmt fróðum manni er móðir allra íþrótta!
Með von um að menn hysji upp um sig sokkana og geri betur í framtíðinni
Jón Ágúst Eyjólfsson