15:32
{mosimage}
Heimasíða Grindavíkur greinir frá því í dag að þeir séu búnir að semja við danska bakvörðinn Adama Darboe. Þó er sú klásúla í samningnum að ef Darboe býðst betri samningur fyrir 15. júlí annarsstaðar frá þá getur hann rift samning sínum við Grindavík. Gríðarlega ánægja er með þetta hjá Grindvíkingum en eins og segir á heimasíðu þeirra þá gleymist oft að Darboe er aðeins 20 ára gamall og mjög efnilegur.
Þar með eru Grindvíkingar búnir að semja við alla lykilmenn sína sem voru með lausa samninga.
Mynd: karfan.is