Framherjinn efnilegi Adam Smári Ólafsson hefur samið við 1. deildarlið Vestra um að leika með því á næsta tímabili. Adam kom upphaflega til félagsins frá FSu fyrir síðasta tímabil, en á því skilaði hann 7 stigum og 5 fráköstum að meðaltali í leik, en Vestri rétt missti af úrslitakeppni 1. deildarinnar á síðasta tímabili.
Fréttatilkynning Vestra: