spot_img
HomeFréttirAðalfundi KKDÍ lokið

Aðalfundi KKDÍ lokið

Aðalfundur KKDÍ, félags körfuboltadómara, var haldinn í höfuðstöðvum ÍSÍ þann 18. júní. Síðasta starfsár KKDÍ var ansi viðburðarríkt, enda var félagið stofnað árið 1963 og hélt því upp á 50 ára afmæli sitt. Á afmælisárinu boðaði KKDÍ til opinnar ráðstefnu í Laugardal þar sem Joe Crawford, þekktasti dómari NBA-deildarinnar, og Zolt Hartyani, FIBA-dómari og meðlimur í evrópsku tækninefndinni miðluðu af þekkingu sinni. Þá hélt félagið afmælisfögnuð í nóvember s.l. þar sem á sjötta tug dómara, fyrrverandi og núverandi, mætti til leiks og rifjuðu upp góða tíma. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu.
 
 
Tilgangur félagsins er að vinna að hagsmunum dómara og vinna að framgangi körfuknattleiksdómgæslu (og þar með körfuboltans) í landinu. KKDÍ vinnur að ýmiss konar fræðslu- og félagsmálum gagnvart körfuboltadómurum og verðandi dómurum, heldur utan búningamál og annast samningamál gagnvart félögum.
 
Stjórn félagsins skipa þeir Jón Bender formaður, Eggert Þór Aðalsteinsson og Aðalsteinn Hrafnkelsson sem kom nýr inn. Nýir varastjórnarmenn eru þeir Jóhannes Páll Friðriksson og Sigurbaldur Frímannsson.
  
Fréttir
- Auglýsing -