spot_img
HomeFréttir8-liða úrslit hefjast í dag í Tyrklandi

8-liða úrslit hefjast í dag í Tyrklandi

 
Í dag fara fram tveir leikir á heimsmeistaramótinu í Tyrklandi en það eru fyrstu tveir leikirnir í 8-liða úrslitum mótsins. Seinni tveir leikirnir fara fram á morgun svo körfuboltaveislan heldur áfram.
Leikir dagsins:
Serbía-Spánn
Tyrkland-Slóvenía
 
Á morgun mætast svo Bandaríkin og Rússland annarsvegar og hinsvegar Litháen og Argentína. Tyrkland, Slóvenía, Rússland og Litháen hafa ekki orðið heimsmeistarar svo líkur eru á að nýr heimsmeistari stigi fram á sjónarsviðið þessa keppnina. Þess má geta að FIBA skráir Sovíetríkin sem heimsmeistara en ekki Rússa. Af þremur sigursælustu þjóðum heims á HM í körfuknattleik eru það aðeins Bandaríkin sem enn standa í óbreyttri mynd en Bandaríkjamenn hafa í þrígang orðið heimsmeistarar líkt og gömlu Sóvíetríkin og Júgóslavía.
 
Ljósmynd/ Spánverjar mæta Serbum í stórslag í Istanbul í dag.
 
Fréttir
- Auglýsing -