14:00
{mosimage}
(David Arseneault)
David N. Arseneault setti met í bandaríska háskólakörfunni fyrir stutt þegar hann gaf 34 stoðsendingar í einum leik, auk þess skoraði hann 22 stig. Gamla metið var 26. David leikur með liði Grinnell College frá Iowa í þriðju deild NCAA. Hann setti metið þegar lið hans sigraði North Central University frá Minnesota nokkuð auðveldlega, eða 151-112.
Grinnell College leikur nokkuð óhefðbundinn körfuknattleik. Þjálfari liðsins skiptir alltaf fimm mönnum inn á í einu og það gerir hann í hvert einasta skipti sem hann má skipta inn á. Liðið pressar boltann stíft á báðum vallarhelmingum og leggur aðaláhersluna á þriggja stiga skot. Liðið tekur að meðaltali meira en 50 þrista í hverjum leik. Í þessum leik skutu þeir um 90.
David náði að gefa 86 sendingar í leiknum. Hann var kominn með 14 stoðsendingar í hálfleik og þá ákvað þjálfari hans að aðstoða hann m.a. með því að leyfa honum að spila meira en vanalega. Það voru um sjö mín. eftir að leiknum þegar hann sló metið.
Pabbi Davids sagði eftir leikinn að hann hefði átt að ná fleiri stoðsendingum þar sem liðsfélagar hittu illa fyrir utan þriggja stiga línuna þegar David gaf á þá, eða um 25%.
Stoðsendingametið í efstu deild NCAA er 22. Það met eiga þeir geðþekki og góði þjálfari Avery Johnson (Dallas Mavericks) er hann lék með Southern háskólanum og hershöfðinginn Sherman Douglas (12 ár í NBA með 6 liðum) er hann lék Syracuse skólanum.