spot_img
HomeFréttir30-30: Once Brothers – ekki missa af þessari!

30-30: Once Brothers – ekki missa af þessari!

ESPN sýndi á dögunum eina mögnuðust heimildarmynd um körfubolta sem gerð hefur verið. Í myndinni sem heitir Once brothers er fjallað um hvernig stríðið á Balkanskaga splundraði einu besta körfuboltalandsliði sögunnar. Liði sem var með menn á borð við Drazen Petrovic, Vlade Divac, Dino Radja, Toni Kukoc og marga fleiri snillinga.
Í myndinni er sagt frá nánum vinskap Divac og Petrovic sem slökknaði þegar stríðið skall á og urðu aldrei sættir, því eins og flestir muna dó Petrovic í bílslysi 1993. Tekin eru viðtöl við marga kappa og sýnd myndbrot frá hinum og þessum atburðum um allan heim, jafnvel frá Íslandi þegar Cibona Zagreb mætti í Ljónagryfjuna til að leika gegn Njarðvík.
 
Myndin er komin á Youtube og má finna hana þar í sex pörtum og skorar karfan.is á alla körfuboltaunnendur að líta á verkið, meistarastykki sem enginn má láta fram hjá sér fara!
 
 
 
Ljósmynd/ Bjarni Eiríksson: Frá viðureign Njarðvíkur og Cibona Zagreb í Ljónagryfjunni.
Fréttir
- Auglýsing -