spot_img
HomeFréttir21 stigs tap Njarðvíkur í Rússlandi

21 stigs tap Njarðvíkur í Rússlandi

17:30

{mosimage}

Njarðvík tapaði fyrir rússneska liðinu CSK-VVS Samara 80-101 í FIBA EuroCup Challenge í dag í Rússlandi. Rússarnir náðu fljótlega góðri forystu sem Njarðvíkingum tókst að jafna í lok fyrri hálfleiks en slæmur kafli í upphafi þess þriðja gerði út um leikinn og eins og fyrr segir sigraði Samara með 21 stigi. Brenton Birmingham var stigahæstur með 28 stig, Jeb Ivey skoraði 21 stig og tók 6 fráköst.

Nú bíður Njarðvíkinga langt og strangt ferðalag heim til að undirbúa sig fyrir næsta leik í Evrópukeppninni sem er gegn úkraínska liðinu Cherkaski Mavpy fimmtudaginn 16. nóvember. Cherkaski leikur í dag gegn eistneska liðinu Tartu Rock á heimavelli og er með örugga forystu þegar fyrri hálfleik er að ljúka.

[email protected]

Mynd: karfan.is

Fréttir
- Auglýsing -