spot_img
HomeFréttir20. tímabili Bumbunnar lauk með sigri KFC

20. tímabili Bumbunnar lauk með sigri KFC

Tímabilinu í Bumbunni hjá KR lauk seinasta mánudagskvöld þar sem lið KFC lagði lið Gleðibankans að velli í hörkuleik.

Í mánudagsbumbuna mæta 6 lið (allt frá 30-60 manns) til leiks hvert mánudagskvöld yfir veturinn og spila heila umferð, sem er svo talið til í deildarkeppni. Svo er spilað hver haust og vor úrslitakeppni þar sem eitt lið stendur uppi sem meistarar, ásamt því er valinn Mikilvægasti leikmaður annarinnar. Liðin sem tóku þátt í vetur voru deildar og playoffsmeistarar KFC, Motions, Vondir, Kalt á Toppnum, Gleðibankinn og Stuðmenn.

Bumban hefur verið í gangi síðan 2005 í KR og í núverandi mynd síðan 2008. Þannig þar með lauk 20 tímabilinu nú á mánudaginn. Lárus Árnason, Árni Blöndal og Böðvar Guðjóns stofnuðu og sáu um kvöldin þar til Jóhannes Árnason tók við sem einvaldur og sinnti því hlutverki þar til í haust. Þrátt fyrir að hafa hætt sem einvaldur heldur hann áfram að mæta sem leikmaður liðs Motions.

Á nýliðnum vetri stóð Bumban fyrir söfnun fyrir Ljósið sem er endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir fólk sem hefur fengið krabbamein og aðstandendur þess. Leikmaður Vondra UnnarÞór Bjarnason hafði veg og vanda af söfnuninni, en hún var í formi treyjusölu til leikmanna Bumbunnar. Alls seldist 51 treyja og náði Bumban þannig að safna 210 þúsund krónum fyrir Ljósið.

Margir leikmenn í deildinni hafa verið að mæta í mörg ár og eru hvergi nærri því hættir í bland við yngri leikmenn, en aldursbilið er breitt í deildinni sem gerir Bumbuna svo góða.

Ef áhugi er fyrir því að fá að vita meira um Bumbuna og jafnvel leggja inn umsókn fyrir því að gerast leikmaður eða jafnvel fyrirliði (hann sér um lið, mannar það osfrv) þá er hægt að senda mail á [email protected] með spurningu eða umsókn.

Fréttir
- Auglýsing -