spot_img
HomeFréttir19 stiga og 22 frákasta frammistaða Ástu ekki nóg gegn Lúxemborg

19 stiga og 22 frákasta frammistaða Ástu ekki nóg gegn Lúxemborg

 

Undir 16 ára lið stúlkna leikur þessa dagana á Evrópumóti í Makedóníu. Í dag tapaði liðið sínum fyrsta leik á mótinu gegn Lúxemborg, 49-56.

 

Leikurinn var jafn og spennandi frá fyrstu mínútu. Eftir fyrsta leikhluta leiddi íslenska liðið með 12 stigum gegn 10. Þegar í hálfleik var komið hafði Lúxemborg snúið leiknum sér í vil og leiddi með 3 stigum, 20-23.

 

Þriðji leikhlutinn var svo afleitur hjá Íslandi. Tapa honum með 9 stigum og eru því 12 stigum undir fyrir lokaleikhlutann 31-43. Í honum gerði Ísland vel í að halda leiknum spennandi, en vantaði eilítið upp á til að vinna að lokum. Fór svo að Lúxemborg fór með sigur af hólmi, 49-56.

 

Atkvæðamest í íslenska liðinu var Ásta Júlía Grímsdóttir með 19 stig og 22 fráköst á þeim 33 mínútum sem hún spilaði.

 

Næsti leikur liðsins er á morgun kl. 14:30 gegn Grikklandi og mun hann verða í beinni útsendingu á netinu.

 

Hérna er meira um mótið

Hérna er meira um liðið

Hérna er tölfræði leiksins

 

Hérna er leikur dagsins:

Fréttir
- Auglýsing -