Undir 16 ára lið stúlkna leikur þessa dagana á Evrópumóti í Makedóníu. Í dag tapaði liðið sínum fyrsta leik á mótinu gegn Lúxemborg, 49-56.
Leikurinn var jafn og spennandi frá fyrstu mínútu. Eftir fyrsta leikhluta leiddi íslenska liðið með 12 stigum gegn 10. Þegar í hálfleik var komið hafði Lúxemborg snúið leiknum sér í vil og leiddi með 3 stigum, 20-23.
Þriðji leikhlutinn var svo afleitur hjá Íslandi. Tapa honum með 9 stigum og eru því 12 stigum undir fyrir lokaleikhlutann 31-43. Í honum gerði Ísland vel í að halda leiknum spennandi, en vantaði eilítið upp á til að vinna að lokum. Fór svo að Lúxemborg fór með sigur af hólmi, 49-56.
Atkvæðamest í íslenska liðinu var Ásta Júlía Grímsdóttir með 19 stig og 22 fráköst á þeim 33 mínútum sem hún spilaði.
Næsti leikur liðsins er á morgun kl. 14:30 gegn Grikklandi og mun hann verða í beinni útsendingu á netinu.
Hérna er leikur dagsins: