spot_img
HomeFréttir16 liða úrslitin klár

16 liða úrslitin klár

 
Nú er ljóst hvaða lið verða í pottinum þegar dregið verður í 16 liða úrslit Subwaybikarsins í karlaflokki. Það voru Grindavík og Snæfell sem tryggðu sér síðustu sætin sem í boði voru en Grindavík valtaði yfir ÍG og slíkt hið sama gerði Snæfell gegn Álftanesi.
Í Grindavík mættust bæjarliðin tvö, UMFG og ÍG. Skemmst er frá því að segja að UMFG burstaði leikinn 77-147 þar sem Þorleifur Ólafsson var aðeins einni stoðsendingu frá þrennu en hann gerði 30 stig í leiknum, tók 10 fráköst og gaf 9 stoðsendingar. Hjá ÍG voru þrír jafnir með 15 stig.
 
Á Álftanesi fengu heimamenn ærlega ráðningu rétt eins og liðsmenn ÍG en lokatölur í viðureign Álftaness og Snæfells voru 49-122 Snæfell í vil.
 
Svona líta 16 liða úrslitin út
 
1. Ármann
2. Njarðvík
3. Skallagrímur
4. Laugdælir
5. KFÍ
6. ÍBV
7. UMFH
8. Tindastóll
9. Breiðablik
10. Valur
11. ÍR
12. Hamar
13. Keflavík
14. Fjölnir
15. Grindavík
16. Snæfell
 
Ljósmynd/ [email protected] – Þorleifur var stigahæstur í Grindavíkurliðinu í kvöld en þar hvíldu m.a. Brenton Birmingham og Páll Axel Vilbergsson.
Fréttir
- Auglýsing -