spot_img
HomeFréttir16-liða úrslit á HM: Bandaríkin stíga á svið

16-liða úrslit á HM: Bandaríkin stíga á svið

16-liða úrslitin halda áfram í dag með tveimur leikjum en leikið er í Istanbul. Bandaríkjamenn mæta þá Angóla og Rússar etja kappi við Ný Sjálendinga.
Verkefni Bandaríkjanna ætti fyrirfram að vera auðvelt þegar þeir mæta Angóla. Bandaríska liðið er miklu sterkara á öllum sviðum en Angóla ætti samt að geta látið Bandaríkjamennina hafa fyrir hlutunum. Leikurinn hefst kl. 15.00 að íslenskum tíma.
 
Rússar spila við Nýja Sjáland kl. 18.00 að íslenskum tíma. Sá leikur er mun áhugaverðari og gæti orðið spennandi. Einn stigahæsti leikmaður keppninnar Kirk Penney er með Nýja Sjálandi og með öflugum leik gæti hann haft mikil áhrif á niðurstöðu þessa leiks.
 
Ljósmynd/ Kevin Durant og félagar í bandaríska liðinu mæta Angóla í dag.
 
emil@karfan.is
Fréttir
- Auglýsing -