Það fer heldur betur að styttast í stóru stundina. Í dag eru einungis 15 dagar í að Ísland hefji leik á lokamóti Eurobasket 2017 og það í annað skiptið í röð.
Þann 31. ágúst klukkan 13:30 á íslenskum tíma stígur Ísland á völlinn gegn Giannis Antetokounmpo og félögum í Grikklandi. Það verður fyrsti leikur Íslands af fimm leikjum á átta dögum.
Karfan.is mun hita vel upp fram að móti og telja niður dagana til að stytta biðina. Í dag eru 15 dagar í að mótið hefjist og því við hæfi að minnast þess þegar að leikstjórnandi íslenska liðsins, leikmaður númer 15, Pavel Ermolinskij týndi treyjunni sinni eftir leik gegn Spáni á síðasta lokamóti EuroBasket í Berlín.
Þrátt fyrir tap Íslands í þeim leik átti Pavel flotta innkomu í leikinn þegar að hann setti þrjár þriggja stiga körfur á stuttum tíma í fyrri hálfleiknum. Samkvæmt spjalli sem Pavel átti við Vísi gaf hann einhverjum áhorfanda treyjuna eftir leik, en var hann ekki viss hvort hann mátti gera það eða ekki. Var hann með því að þakka áhorfendum fyrir stuðninginn.
Nýr snúningur komst svo á söguna þegar að týnda treyjan hans Pavel skaut upp kollinum á Twitter. Þar var sá karakter, treyjan, frekar bitur út í fyrrum eiganda sinn og lét hann heyra það reglulega.
Fyrst var henni boðið í partý:
boðin i partyu i Berlin i kvöld @pavelino15 Þarf þig ekkki. Drekk til að gleyma #körfubolti #djamm #judas #IceEM15 pic.twitter.com/Wkd6UtN4ef
— Treyjan Hans Pavels (@hvarerpavel) September 11, 2015
Búin að eignast nýja vini:
Dj'in for a night in Berlin @pavelino15 hanging with my new crew! #deephouse #körfubolti pic.twitter.com/h4Rh1ZH3NI
— Treyjan Hans Pavels (@hvarerpavel) September 12, 2015
Níðskilaboð í líki veggjakrots:
Þetta er það sem gerist @pavelino15 #graffingthetruth #graffisart pic.twitter.com/slEdMWp5ov
— Treyjan Hans Pavels (@hvarerpavel) September 12, 2015
Minnst góðra tíma:
@pavelino15 Meðan allt lék í lyndi… djöfull tökum við okkur vel út saman #GoodTimes #judas #körfubolti pic.twitter.com/d1AEInRthb
— Treyjan Hans Pavels (@hvarerpavel) September 10, 2015
Pavel fékk nýja treyju fyrir leik gegn Tyrklandi:
@pavelino15 Einmitt. Bara strax kominn með nýja. #judas #leitinaðpavel #IceEM15 pic.twitter.com/j1hFzfEVd3
— Treyjan Hans Pavels (@hvarerpavel) September 10, 2015
Einmannaleikinn:
@pavelino15 svaf illa í nótt. Enginn til að lesa rússnesk ættjarðarljóð þangað til ég sofna #sakn #korfubolti pic.twitter.com/8TDq8WTVlK
— Treyjan Hans Pavels (@hvarerpavel) September 11, 2015