spot_img
HomeFréttir13 dagar í Eurobasket: Hörður Axel treður yfir leikmenn

13 dagar í Eurobasket: Hörður Axel treður yfir leikmenn

 

Það fer heldur betur að styttast í stóru stundina. Í dag eru einungis 13 dagar í að Ísland hefji leik á lokamóti Eurobasket 2017 og það í annað skiptið í röð. 

 

Þann 31. ágúst klukkan 13:30 á íslenskum tíma stígur Ísland á völlinn gegn Giannis Antetokounmpo og félögum í Grikklandi. Það verður fyrsti leikur Íslands af fimm leikjum á átta dögum.

 

Karfan.is mun hita vel upp fram að móti og telja niður dagana til að stytta biðina. Í dag eru 13 dagar í þennan fyrsta leik og því alveg við hæfi að minnast þess hversu gaman leikmanni númer 13 hjá liðinu, Herði Axeli Vilhjálmssyni, finnst gaman að troða boltanum yfir andstæðinga sína.

 

Þó Hörður sé í dag mun agaðri leikmaður heldur en hann var þegar að hann var yngri, fær maður það enn á tilfinninguna að hann langi alltaf bara að hlaupa á vörnina, koma sér í fluggírinn og troða með tilþrifum yfir varnarmenn.

 

Hér fyrir neðan eru nokkur dæmi þess þegar þetta hefur tekist hjá leikmanninum, sem og dæmið þar sem það gekk ekki upp.

 

 

Með Fjölni gegn Keflavík – 2006:

 

Með Fjölni gegn Tindastól – 2007:

 

Með Keflavík gegn Njarðvík – 2010:

 

Með landsliðinu á Norðurlandamóti – 2011:

 

Með A landsliðinu gegn Danmörku – 2013:

 

Þetta reyndi Hörður svo á síðasta lokamóti EuroBasket í leik gegn Þýskalandi. Paul Zipser, leikmaður Þýskalands, vildi þó ekkert með það hafa. Við skulum þó vona að þessi reynsla hafi ekki dregið kjarkinn úr Herði og að hann reyni að ná einni svona úti í Finnlandi:

 

Með Íslandi gegn Þýsklandi – 2015:

 

Fréttir
- Auglýsing -