spot_img
HomeFréttir12 manna lokhópur Íslands fyrir EuroBasket

12 manna lokhópur Íslands fyrir EuroBasket

 

Rétt í þessu var tilkynnt hvaða 12 leikmenn það væru sem færu fyrir Íslands hönd á lokamót EuroBasket í lok mánaðarins. Ísland er í A riðli, en hann er leikinn í Helsinki í Finnlandi. Hópurinn að öllu leyti sá sami og fór í síðustu æfingaferðina til Ungverjalands og Litháen.

 

Af þeim 15 leikmönnum sem eftir voru í æfingahóp liðsins kemur það í hlut Ólafs Ólafssonar, Sigtryggs Arnars Björnssonar og Axels Kárasonar að sitja heima á meðan að mótið fer fram.

 

Karfan.is ræddi við Axel í gær, þar sem hann meðal annars ræddi hvernig það væri að missa af þessu, en hann var bæði með liðinu á síðasta lokamóti, sem og lék hann undankeppni þessa móts. Spjallið má hlusta á í heild hér, en Axel ræðir hóp liðsins eftir klukkutíma og tíu sekúndur.

 

Margir þeirra leikmanna sem að fóru á síðasta lokamót fara einnig á þetta. Þeir Hlynur Bæringsson, Martin Hermannsson, Jón Arnór Stefánsson, Hörður Axel Vilhjálmsson, Logi Gunnarsson, Pavel Ermolinskij, Haukur Helgi Pálsson og Ægir Þór Steinarsson munu nú allir leika á sínu öðru móti í röð fyrir Íslands hönd.

 

Þeir leikmenn sem munu leika á sínu fyrsta lokamóti eru þó nokkrir, en Kristófer Acox, Elvar Már Friðriksson, Tryggvi Snær Hlinason og Brynjar Þór Björnsson eru allir að fara í fyrsta skiptið.

 

12 manna lokhópur Íslands fyrir EuroBasket: 

#1: Martin Hermannsson – Châlon-Reims (FRA) · 53 leikir

#3: Ægir Þór Steinarsson – Tau Castello (ESP) · 48 leikir

#6: Kristófer Acox – KR (ISL) · 25 leikir

#8: Hlynur Bæringsson – Stjarnan (ISL) · 111 leikir 

#9: Jón Arnór Stefánsson – KR (ISL) · 92 leikir

#10: Elvar Már Friðriksson – Barry University (USA) · 27 leikir

#13: Hörður Axel Vilhjálmsson – Astana (KAZ) · 65 leikir

#14: Logi Gunnarsson – Njardvik (ISL) · 138 leikir

#15: Pavel Ermolinskij – KR (ISL) · 62 leikir

#24: Haukur Helgi Pálsson -Cholet Basket (FRA) · 56 leikir 

#34: Tryggvi Snær Hlinason – Valencia (ESP) · 19 leikir

#88: Brynjar Þór Björnsson – KR (ISL) · 62 leikir

 

Þjálfari liðsins: Craig Pedersen

 

Aðstoðarþjálfari: Finnur Freyr Stefánsson 

 

Aðstoðarþjálfari: Arnar Guðjónsson

 

Myndir / KKÍ – Gunnar Sverrisson

Fréttir
- Auglýsing -