Ísland mun annað kvöld leika fyrri æfingaleik sinn gegn Belgíu. Leikurinn hefst kl. 19:15 og fer fram í Smáranum í Kópavogi. Fyrr í dag var tilkynnt með það að æfingahópur liðsins hafi verið skorinn niður úr 23 leikmönnum niður í 19, en þeir munu svo skipta með sér þessum tveimur leikjum. Í liðinu á morgun mun vera einn nýliði, en leikmaður Tindastóls Sigtryggur Arnar Björnsson mun þar þreyta frumraun sína fyrir A landslið Íslands.
Þá munu þeir leikmenn sem léku með undir 20 ára liðinu í A deild Evrópumótsins, þeir Tryggvi Snær Hlinasson, Kristinn Pálsson og Kári Jónsson heldur ekki vera með liðinu í þessum æfingaleikjum.
Þeir leikmenn sem spila báða leikina eru Haukur Helgi Pálsson, Hlynur Bæringsson, Logi Gunnarsson, Hörður Axel Vilhjálmsson, Ægir Þór Steinarsson, Martin Hermannsson, Sigtryggur Arnar Björnsson og Kristófer Acox.
Hópur fyrri leiks gegn Belgíu / Fimmtudaginn 27. júlí kl. 19:15 í Kópavogi:
Brynjar Þór Björnsson
Elvar Már Friðriksson
Haukur Helgi Pálsson
Hlynur Bæringsson
Hörður Axel Vilhjálmsson
Kristófer Acox
Logi Gunnarsson
Martin Hermannsson
Ólafur Ólafsson
Sigtryggur Arnar Björnsson
Sigurður Gunnar Þorsteinsson
Ægir Þór Steinarsson
Hópur seinni leiks gegn Belgíu / Laugardaginn 29. Júlí kl. 17:00 á Akranesi:
Axel Kárason
Haukur Helgi Pálsson
Hlynur Bæringsson
Hörður Axel Vilhjálmsson
Kristófer Acox
Jón Arnór Stefánsson
Logi Gunnarsson
Martin Hermannsson
Pavel Ermolinskij
Ragnar Ágúst Nathanaelsson
Sigtryggur Arnar Björnsson
Ægir Þór Steinarsson