(Október 2012)


Fullt nafn:
Hildur Björg Kjartansdóttir


Aldur:
18


Félag:
Snæfell


Hjúskaparstaða:
Á lausu


Nám/Atvinna:
Fjölbrautaskóli Snæfellinga


Happatala:
5


Hvenær hófst þú að stunda körfubolta og hvar?
9 ára með Snæfelli


Hver var fyrsta fyrirmyndin þín í körfunni?
Systur mínar


Með hvaða félögum hefur þú leikið?
Snæfelli


Hverjir eru bestu íslensku leikmennirnir í Domino´s-deild karla og kvenna?
Hildur Sig og Jón Ólafur


Besti erlendi leikmaðurinn sem leikur í Domino´s-deild karla og kvenna
? Kieerah Marlow og ??? Hef ekki séð marga karlaleiki í vetur.


Efnilegasti leikmaður landsins um þessar mundir?
Sara Rún Hinriksdóttir


Hver var fyrsti þjálfarinn þinn?
Ingvaldur Magni Hafsteinson


Besti þjálfarinn á Íslandi í dag?
Ingi Þór Steinþórsson


Uppáhalds NBA leikmaðurinn þinn?
Michael Jordan


Besti leikmaður NBA deildarinnar í dag?
Lebron James


Hefur þú farið á NBA leik? Ef já, hvaða leik?
Já, Orlando Magic – Minnesota Timberwolves


Hvert er þitt uppáhalds lið í Evrópuboltanum?
Sundsvall Dragons


Sætasti sigurinn á ferlinum?
Bikarúrslit í unglingaflokki 2012


Sárasti ósigurinn?
Úrslit í unglingaflokki 2011 og 2012


Þín uppáhalds íþrótt að frátöldum körfubolta?
Golf


Ef þú mættir vera einhver annar/önnur en þú sjálf(ur) í einn dag, hver myndir þú vera?
Get ómögulega valið einhvern.


Hvað er það ,,svaðalegasta” sem þú hefur séð í körfuknattleik?
Sendingin hennar Helgu Hjördísar í Danmörku í vor.


Uppáhalds:
kvikmynd:
Margar góðar
leikari: Enginn sérstakur
leikkona: Engin sérstök
bók: Les aðallega námsbækur núna
frasi: Vertu besta útgáfan af sjálfum þér
matur: Jólamaturinn
matsölustaður: Fór nýlega á Jensens böfhus í Kaupmannahöfn, það var mjög gott.
lag:..
hljómsveit: Hlusta þessa dagana mest á Moses Hightower, Ásgeir Trausta, Mumford and sons ofl.
staður á Íslandi: Hólmurinn
staður erlendis: París og Leysin í Sviss
lið í NBA: Lakers
lið í enska boltanum: Manchester United
hátíðardagur: 24. des
alþingismaður: ..
alþingiskona:..
heimasíður: Facebook og Karfan


Hvernig undirbýrð þú þig fyrir leiki?
Engin sérstök rútína en bara borða vel og passa að vera úthvíld.


Hvernig er síðasta máltíðin fyrir leik?
Mjög misjafnt.. Oft súpa, pasta, salat, ávextir ofl.


Hvort má læra meira af sigur- eða tapleikjum?
Lærir oftast meira af tapleikjum. Þarft samt bæði að sjá það sem þú gerir vel og illa.


Furðulegasti liðsfélaginn?
Silja Katrín og Rebekka geta verið mjög ruglaðar saman.


Besti dómarinn í Domino´s-deildinni?
Standa sig allir bara nokkuð vel.


Erfiðasti andstæðingurinn?
Berglind Gunnars í mínu eigin liði en svo er ég ekki hrifin af olbogunum hennar Hrafnhildar Sifjar.


Þín ráð til ungra leikmanna?
Hafðu trú á sjálfum þér, gaman af körfubolta og gerðu alltaf þitt besta.


Spurning frá Stefáni Karel Torfasyni sem var síðast í 1 á 1:
Veistu hvað það eru margar eyjur hér við Stykkishólm?

Stundum er sagt að eyjarnar á Breiðafirði séu óteljandi en það er talið að þær séu um 2700-2800.


Að hverju viltu spyrja þann sem verður næst í 1 á 1?

Ertu með sjálfan þig í liðinu þínu í draumadeildinni?